Vísa klerki úr landi

Abu Qatada,
Abu Qatada, AP

Abu Qatada, róttækum múslimaklerki af palestínskum ættum, verður vísað úr landi í Bretllandi. Hann verður sendur til Jórdaníu þar sem hans bíður fangelsisvist.  Qatada er talinn vera tengiliður al-Qaeda-samtakanna við Evrópu og hættulegur þjóðaröryggi Breta.


Innanríkisráðherra Breta, Jacqui Smith, fagnaði þessari einróma ákvörðun æðsta dómstóls landsins, Laga-lávarðanna svonefndu, sem eru fimm. Sagði ráðherrann að brottvísunarbeiðni yrði gefin út í dag. Málið gæti þó tafist þar til Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fjallað um það.   Talsmenn mannréttindasamtaka hafa mótmælt úrskurðinum á þeirri forsendu að Qatada eigi á hættu að verða pyntaður í Jórdaníu og því sé ekki hægt að senda hann þangað.

Qatada var dæmdur í Jórdaníu fyrir aðild að sprengjuárás en hann segir játningu sína hafa verið þvingaða fram með pyntingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka