Fjöldi íraskra flóttamanna sem óska eftir hæli í Finnlandi hefur aukist gríðarlega á sama tíma og önnur Evrópuríki fóru að senda flóttamenn aftur til heimalandsins, samkvæmt upplýsingum frá finnsku Útlendingastofnuninni.
Á síðasta ári sóttu 1.255 íraskir flóttamenn um hæli í Finnlandi en árið 2007 voru þeir um þrjú hundruð talsins. Mikil sprenging varð í umsóknum síðasta sumar, að sögn forstjóra Útlendingaeftirlitsins.
Er talið að aukningin skýrist af hertum reglum í Svíþjóð, Noregi, Bretlandi og Hollandi, hvað varðar möguleika flóttafólks að fá hæli. Hingað til hafa Finnar ekki sent fólk aftur til Íraks frekar en á önnur stríðshrjáð svæði, svo sem frá Sómalíu, ólíkt nágrannaríkinu Svíþjóð.Alls stóttu 1.181 Sómali um hæli í Finnlandi á síðasta ári.