Franskt herskip fannst á botni Miðjarðarhafs

Vísindamenn hafa fundið franskt herskip sem þýskur kafbátur sökkti árið 1917. Skipið, sem liggur á botni Miðjarðarhafs, er sagt vera í mjög góðu ásigkomulagi.

Herskipið, sem heitir Danton, situr upprétt á um 1.000 metra dýpi. Hafvísindafyrirtækið Fugro fann skipið þegar það var að vinna að undirbúningi fyrir lagningu gasleiðslu á milli Alsír og Ítalíu. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Danton er um 35 km suðvestur af eyjunni Korsíku. Þegar það sökk voru um 296 skipverjar enn um borð.

„Það er í ótrúlega góðu ásigkomulagi,“ segir Rob Hawkins, sem er verkefnisstjóri hjá Fugro GeoConsulting Limited.

Skipið vó um 19.000 tonn og var 150 metra langt. Um 1.000 manns voru um borð í skipinu þegar þýskur U-64 kafbátur skaut tundurskeytum að skipinu. Varðskip og tundurspillir gátu komið flestum skipverjum til bjargar.

Franska herskipið Danton.
Franska herskipið Danton.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert