Bandaríkjamenn hafa hvatt bandalagsþjóðir sínar í Atlantshafsbandalaginu (NATO) til að fjölga í liðssveitum sem berjast við Talebana í Afganistan. Þetta kom fram í máli Robert Gates varnarmálaráðherra Bandaríkjanna fyrir leiðtogafund NATO í Póllandi, að sögn fréttavefjar BBC.
David McKiernan, æðsti herforingi Bandaríkjahers í Afganistan, telur að næsta ár verði „erfitt“. Þessi ummæli lét hann falla í kjölfar þess að Barack Obama forseti ákvað að fjölga bandarískum hermönnum í Afganistan um 17.000. Obama sagði að þessi liðsstyrkur hafi átt að fara til Írak en sendur í staðinn til Afganistan til þess að vara „brýnum öryggisþörfum“.
Með liðsaukningunni verða bandarískir hermenn í Afganistan orðnir meira en 50.000 talsins. Nú þjóna 14.000 bandarískir hermenn undir yfirstjórn NATO í landinu en 19.000 hermenn í landinu lúta bandarískum herforingjum. Þeir berjast einkum gegn Talebönum og uppreisnarmönnum al-Quaeda.