Leitað að bandarískum auðkýfingi

00:00
00:00

Fjár­mála­yf­ir­völd í Banda­ríkj­un­um segj­ast ekki vita hvar banda­ríski auðkýf­ing­ur­inn Allen Stan­ford er niður­kom­inn, en fjár­mála­eft­ir­litið hef­ur ákært hann fyr­ir að hafa svikið út um átta millj­arða dala. 

Stan­ford, sem er frá Texas, hef­ur ekk­ert sést frá því á þriðju­dag þegar ákær­an var birt.

Banda­ríska fjár­mála­eft­ir­litið seg­ir að aðeins Stan­ford og ná­inn sam­starfsmaður hans viti hvar allt féð sé að finna.

Inni­stæðueig­end­ur, sem eiga fé í bönk­um sem tengj­ast auðkýf­ingn­um, hafa fjöl­mennt fyr­ir utan bank­ana til að taka út sitt spari­fé.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert