Neyðarlög vegna nauðgana

AP

Ítalska rík­is­stjórn­in hef­ur tekið í gagnið til­skip­un sem ætlað er að vinna gegn kyn­ferðisof­beldi og ólög­leg­um inn­flytj­end­um en inn­flytj­end­ur hafa í aukn­um mæli verið sakaðir um nauðgan­ir á Ítal­íu. Gagn­rýn­end­ur til­skip­un­ar­inn­ar segja hana til þess fallna að ýta und­ir út­lend­inga­hat­ur.

Til­skip­un­in, sem tek­ur strax gildi en verður svo að hljóta samþykki í báðum deild­um þings­ins inn­an 60 daga, hljóðar upp á lífstíðar fang­els­is­dóm ef um nauðgun á börn­um und­ir lögaldri er að ræða. Einnig ef um morð í tengsl­um við nauðgun er að ræða.

Til­skip­un­in fel­ur einnig í sér regl­ur um götu­eft­ir­lit sem fram­kvæmt verður af óvopnuðum sjálf­boðaliðum.

Rík­is­stjórn Sil­vio Berluscon­is hef­ur bent á að allt að 35% glæpa á Ítal­íu hafi verið framd­ir af inn­flytj­end­um. Stjórn­ar­andstaðan segja þær töl­ur þó að miklu leiti að rekja til brota­lama í inn­flytj­enda­lög­um lands­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert