Stjórnin í Færeyjum í uppnámi

Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja, er leiðtogi Sambandsflokksins.
Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja, er leiðtogi Sambandsflokksins.

Uppnám er á stjórnarheimilinu í Færeyjum en blaðið Sosialurin segir á vef sínum í kvöld, að Jafnaðarflokkurinn, einn þriggja flokka í landsstjórninni, hóti að slíta samstarfinu ef haldið verður fast við áform um sparnað í velferðarkerfinu.

Sambandsflokkurinn, Jafnaðarflokkurinn og Fólkaflokkurinn mynduðu nýja stjórn í september eftir að Jafnaðarflokkurinn sleit samstarfi við Þjóðveldið og Miðflokkinn. Sú stjórn var mynduð í febrúar á síðasta ári eftir þingkosningar.

Sosialurin segir að Jafnaðarflokkurinn hafi boðað til neyðarfundar í landsstjórninni. Hefur blaðið eftir heimildum sínum, að flokkurinn hafi sett það sem skilyrði fyrir áframhaldandi samstarfi, að aukið fé verði lagt  til almannatrygginga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert