Enn ein skotárás í Kaupmannahöfn

Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn.
Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn. mbl.is/Brynjar Gauti

Lögreglan í Kaupmannahöfn var kölluð út um kvöldmatarleytið vegna skotárásar á Friðriksbergi. Skotið var fjórum sinnum á bíl á horninu á Bülowsvej og Thorvaldsensvej.


Að sögn fréttavefjar Politiken hafa enn ekki borist tilkynningar um að fólk hafi særst vegna skotárásarinnar og að sögn lögreglu er of snemmt að segja til um hvort árásin sé vegna deilna gengja sem hafa farið stigmagnandi undanfarið.

Samkvæmt upplýsingum lögreglu komu tveir bílar við sögu sem óku gáleysislega þétt upp við hvern annan á Thorvaldsensvej. Í kjölfarið var fjórum skotum hleypt að byssu úr öðrum bílnum í átt að hinum. Lögreglan vinnur nú að því að fá yfirsýn yfir aðstæður á staðnum.

Báðir bílarnir hurfu af vettvangi og lögreglan hefur ekki fengið upplýsingar um hvort einhver manneskja hafi orðið fyrir skotunum. Þó mun einstaklingur hafa gefið sig fram á lögreglustöðinni í Bellahøj sem er annars staðar í borginni, að því er virðist í tengslum við skotárásina. Lögreglan segir að hugsanlega hafi viðkomandi verið í bílnum sem skotið var að."

Verið er að ræða við vitni á staðnum og hundar leita að skothylkjum. Þegar hafa fundist þrjú skothylki úr níu millimetra byssu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert