Fjölmenn mótmæli í Dublin

AP

Tæp­lega 100 þúsund manns komu sam­an í miðborg Dublin í dag og mót­mæltu aðgerðum rík­is­stjórn­ar lands­ins vegna krepp­unn­ar. Mik­il reiði rík­ir hjá írsku launa­fólki vegna áforma stjórn­valda um aukna skatt­heimtu.

Tals­menn verka­lýðsfé­laga gagn­rýna aðgerðir stjórn­valda harðlega. Þeir segja að verka­lýður­inn hafi ekki or­sakað krepp­una en þurfi engu að síður að borga brús­ann.

Í yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar Írlands seg­ir að þurft hafi að taka erfiðar og á stund­um sárs­auka­full­ar ákv­arðanir. Fyr­ir­huguð skatt­lagn­ing sé óhjá­kvæmi­leg. Tekj­ur hins op­in­bera dugi ein­fald­lega ekki leng­ur fyr­ir út­gjöld­um til al­mannaþjón­ustu.

Tals­menn verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar krefjast rétt­lát­ari aðgerða af hálfu hins op­in­bera. Það sé for­gangs­mál að huga að al­menn­ingi í land­inu, fólk­inu sjálfu en ekki stór­fyr­ir­tækj­um eða auðmönn­um.

Einn mót­mæl­enda sagðist bú­inn að fá nóg af rík­is­stjórn lands­ins og kol­röng­um ákvörðunum henn­ar.

„Ég hef stritað allt mitt líf. Ég hef aldrei brotið lög, aldrei tekið þátt í mót­mæl­um fyrr. Ég hef sinnt mínu starfi sam­visku­sam­lega. Ég þarf að standa við mín­ar skuld­bind­ing­ar, fæða börn­in og klæða og standa straum af skóla­göngu þeirra.En aft­ur og aft­ur er mér sagt að ég þurfi að draga sam­an.“

Hag­vöxt­ur í Írlandi hef­ur síðustu ár verið hvað mest­ur í aðild­ar­lönd­um Evr­ópu­sam­bands­ins en frá sept­em­ber 2008 hef­ur krepp­an komið harðar niður á Írum en nokk­urri ann­arri Evr­ópu­sam­bandsþjóð.

At­vinnu­leysi hef­ur auk­ist hröðum skref­um í land­inu en í janú­ar voru 326 þúsund Írar skráðir at­vinnu­laus­ir. Slík­ar töl­ur hafa ekki sést í Írlandi frá upp­hafi mæl­inga, árið 1967.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert