11 ára drengur ákærður fyrir morð

Ell­efu ára gam­all dreng­ur í Penn­sylvan­íu í Banda­ríkj­un­um hef­ur verið ákærður fyr­ir morð. Dreng­ur­inn skaut sam­býl­is­konu föður síns með hagla­byssu í höfuðið þar sem hún lá sof­andi í rúmi á heim­ili þeirra. Dreng­ur­inn fór síðan út, beið eft­ir skóla­bíln­um og fór í skól­ann. Kon­an var kom­in 8 mánuði á leið.

Á blaðamanna­fundi í gær sagði  John Bongi­vengo, sak­sókn­ari, að Jor­d­an Brown hefði verið ákærður fyr­ir að verða Kenzie Marie Houk og ófæddu barni henn­ar að bana.

Houk fannst lát­in í rúm­inu eft­ir að 4 ára göm­ul dótt­ir henn­ar kom til skóg­ar­höggs­manna, sem voru við vinnu skammt frá hús­inu, og sagðist halda að mamma sín væri dáin. Dreng­ur­inn var sótt­ur í skól­ann og hann sagði lög­reglu, að grun­sam­leg­ur svart­ur vöru­bíll hefði verið í hlaðinu þegar hann fór að heim­an um morg­un­inn.

Lög­regla hóf leit að bíln­um en þegar dreng­ur­inn var spurður nán­ar um bíl­inn kom fram ósam­ræmi í frá­sögn­inni. Lög­regla ræddi þá við 7 ára dótt­ir Houk sem sagðist hafa séð dreng­inn með byssu. Síðan hefði hún heyrt háan hvell. Byss­an fannst síðan í svefn­her­bergi drengs­ins. Um er að ræða litla hagla­byssu sem ætluð er fyr­ir börn og ekki þarf að skrá, að sögn Bongi­vengo.

Ekki er vitað hvers vegna dreng­ur­inn skaut kon­una. Faðir drengs­ins seg­ir að sam­band þeirra hafi verið gott. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert