Mirek Topolanek, forsætisráðherra Tékklands, sem fer nú með forsæti í Evrópusambandinu, segir viðræður leiðtoga stærstu hagkerfa ríkjanna afhjúpa breiða gjá í afstöðunni til þess hvernig beri að bregðast við fjármálahruninu.
Sagði Topolanek augljóst að leiðtogar Frakklands, Þýskalands, Bretlands og Ítalíu hefðu ólíkar skoðanir í mörgum málum, nú þegar styttist í fund G-20 ríkjanna í Lundúnum hinn 2. apríl næstkomandi.
„Ábyrgð okkar er að leita einingar. Það verður langt í frá auðvelt,“ sagði Topolanek og vísaði til þess hlutverks Tékka sem forsætisríkis í sambandinu.