Hátt launaðir Evrópuþingmenn

Eiffelturninn skreyttur merki ESB.
Eiffelturninn skreyttur merki ESB. Reuters

Þingmenn á Evrópuþinginu ættu að eiga fyrir saltinu í grautinn. Það kemur þannig fram í skýrslu sem var lekið til fjölmiðla að heildartekjur þeirra á fimm ára kjörtímabili nema ríflega 160 milljónum króna, ef fríðindi og ýmsar sporslur eru taldar með.

Upplýsingar úr skýrslunni hafa valdið reiði og hefur borið á kröfum um að rannsókn fari fram á meintri misnotkun þingsins á skattfé þegnanna.

Robert Galvin, sem fer með innri endurskoðun í ESB, fór fyrir rannsókninni sem skýrslan byggir á. Var framkvæmd hennar leynileg.

Meðal þess sem kemur fram í 92 blaðsíðna skýrslunni er að vissir þingmenn hafi þegið greiðslur fyrir aðstoðarmenn sem ekki voru til staðar né heldur skráðir sem starfsmenn þingsins. 

Matthew Elliott, sem fer fyrir samtökunum Taxpayers' Alliance, segir samtökin hafa lekið skýrslunni þar sem almenningur eigi heimtingu á að fá að sjá efni hennar.

Þingmennirnir hafa um 10.25 milljónir í árslaun, tekjur sem munu aukast um 1,6 milljón króna í júní.

Við grunnlaunin bætast hins vegar greiðslur vegna ýmissa útgjalda.

Þingmennirnir geta þannig farið fram á tæpar 19 milljónir króna vegna framfærslukostnaðar á kjörtímabilinu og ríflega 78 milljónir króna vegna launakostnaðar starfsfólks. Þá geta þeir gert kröfu um 39 milljónir króna vegna skrifstofukostnaðar, að viðbættum 9,6 milljónum í ferðakostnað og 56 milljónum króna í uppsafnaðar eftirlaunagreiðslur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka