Hátt launaðir Evrópuþingmenn

Eiffelturninn skreyttur merki ESB.
Eiffelturninn skreyttur merki ESB. Reuters

Þing­menn á Evr­ópuþing­inu ættu að eiga fyr­ir salt­inu í graut­inn. Það kem­ur þannig fram í skýrslu sem var lekið til fjöl­miðla að heild­ar­tekj­ur þeirra á fimm ára kjör­tíma­bili nema ríf­lega 160 millj­ón­um króna, ef fríðindi og ýms­ar sporsl­ur eru tald­ar með.

Upp­lýs­ing­ar úr skýrsl­unni hafa valdið reiði og hef­ur borið á kröf­um um að rann­sókn fari fram á meintri mis­notk­un þings­ins á skatt­fé þegn­anna.

Robert Gal­vin, sem fer með innri end­ur­skoðun í ESB, fór fyr­ir rann­sókn­inni sem skýrsl­an bygg­ir á. Var fram­kvæmd henn­ar leyni­leg.

Meðal þess sem kem­ur fram í 92 blaðsíðna skýrsl­unni er að viss­ir þing­menn hafi þegið greiðslur fyr­ir aðstoðar­menn sem ekki voru til staðar né held­ur skráðir sem starfs­menn þings­ins. 

Matt­hew Elliott, sem fer fyr­ir sam­tök­un­um Taxpayers' Alli­ance, seg­ir sam­tök­in hafa lekið skýrsl­unni þar sem al­menn­ing­ur eigi heimt­ingu á að fá að sjá efni henn­ar.

Þing­menn­irn­ir hafa um 10.25 millj­ón­ir í árs­laun, tekj­ur sem munu aukast um 1,6 millj­ón króna í júní.

Við grunn­laun­in bæt­ast hins veg­ar greiðslur vegna ým­issa út­gjalda.

Þing­menn­irn­ir geta þannig farið fram á tæp­ar 19 millj­ón­ir króna vegna fram­færslu­kostnaðar á kjör­tíma­bil­inu og ríf­lega 78 millj­ón­ir króna vegna launa­kostnaðar starfs­fólks. Þá geta þeir gert kröfu um 39 millj­ón­ir króna vegna skrif­stofu­kostnaðar, að viðbætt­um 9,6 millj­ón­um í ferðakostnað og 56 millj­ón­um króna í upp­safnaðar eft­ir­launa­greiðslur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert