Breska lögreglan hefur varað við mikilli ólgu í sumar vegna fjármálahrunsins. Telur lögreglan að upp úr kunni að sjóða í mótmælum í Evrópu.
David Hartshorn, lögregluforingi í Lundúnum, segir hrunið gefa fólki tilefni til fjöldamótmæla.
Væntir hann þess að margir muni safnast saman vegna G-20 fundarhaldanna í borginni í aprílbyrjun.
Líkur væru á að mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan banka sem borga ríflega bónusa, jafnvel þrátt fyrir mikið tap.
Yfir 100.000 manns söfnuðust saman í miðborg Dyflinnar til að mótmæla viðbrögðum stjórnvalda við hruninu, en í erlendum miðlum er það sérstaklega tekið fram að einnig hafi verið efnt til mótmæla í Frakklandi, Grikklandi, Rússlandi og á Íslandi.