Uppræta barnavændi

Hinir handteknu störfuðu í alls 29 borgum í Bandaríkjunum.
Hinir handteknu störfuðu í alls 29 borgum í Bandaríkjunum.

Banda­ríska al­rík­is­lög­regl­an, FBI, hef­ur hand­tekið hátt í 600 manns í þriggja daga aðgerðum gegn barna­vændi í Banda­ríkj­un­um. Börn allt niður í 13 ára ald­ur hafa verið seld af mis­ind­is­mönn­um í vændi.

Yfir 570 manns í 29 borg­um hafa verið tekn­ir hönd­um vegna gruns um aðild að vænd­inu og seg­ir lög­regl­an nú allt kapp lagt á að hafa hend­ur í hári 16 ára stúlku sem plataði ung börn til fylgilags við dólg­ana.

Lög­reglu­kon­an Mel­issa Morrow hjá FBI sagði eldri vænd­is­kon­ur hafa veitt ábend­ing­ar um stúlk­una sem tal­in er hafa leiðst út í vændi 13 ára göm­ul. 

Börn­in sem bjargað hef­ur verið úr hönd­um vænd­is­hringj­anna eru á aldr­in­um 13 til 17 ára.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert