Finnar hækka eftirlaunaaldurinn

Matti Vanhanen.
Matti Vanhanen.

Finnsk stjórnvöld skýrðu frá því í dag að þau myndu leggja til ný lög sem myndu stig af stigi hækka eftirlaunaaldurinn úr 63 árum í 65 ár, í ferli sem hefjast muni 2011.

Þetta kom fram í máli Matti Vanhanen forsætisráðherra á blaðamannafundi í dag.

Finnar eru ein elsta þjóð heims og hafa stjórnvöld spáð fólksfækkun í landinu frá og með 2010.

Þrátt fyrir að formlegur eftirlaunaaldur sé 63 ár er meðal eftirlaunaaldur í Finnlandi 59 ár, þar sem algengt er að fólk vilji hætta störfum fyrr en síðar.

Til að bregðast við vandanum sagði Vanhanen nauðsynlegt að gera ungum Finnum kleift að fara fyrr út á vinnumarkaðinn, ásamt því að þeir sem eldri eru myndu vinna lengur en fram að þessu.

Ella gæti þjóðin átt erfitt með að fjármagna aðstoð við eldri borgara, enda skattgrunnurinn veikari með hlutfallslega færra vinnuafli til að greiða fyrir umönnun eldri borgara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert