N-Kórea undirbýr eldflaugaskot

Norður-kóreskur hermaður, sem stendur vörð í landamæraþorpinu Panmunjom, fylgist með …
Norður-kóreskur hermaður, sem stendur vörð í landamæraþorpinu Panmunjom, fylgist með því sem er að gerast í nágrannaríkinu Suður-Kóreu. Reuters

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa greint frá því að þau hyggist skjóta eldflaug með fjarskiptahnetti út í geim. Ekki kemur fram hvenær skotið muni eiga sér stað. Þau segja hins vegar að þetta verði stórt skref fram á við fyrir ríkið.

Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins að yfirlýsingin sé skýrt dæmi um það sem nágrannaþjóðir Norður-Kóreu hafa haldið, þ.e. að ríkið muni brátt hefja tilraunir með langdræga eldflaug.

Þegar norður-kóresk stjórnvöld skutu Taepodong-1 eldflauginn á loft árið 1998 þá héldu þau því fram að þau hefðu skotið gervihnetti á sporbaug um jörðu. 

Í júlí árið 2006 skutu þau Taepodong-2, sem er langdræg eldflaug í tilraunaskyni.  Skotið misheppnaðist hins vegar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert