Seldi barn sitt fyrir 15 þúsund kr.

Fátæk, einstæð móðir á Indlandi seldi barnlausu pari nýfæddan son sinn fyrir tæpar 15 þúsund krónur svo hún gæti borgar sjúkrahúsreikninginn. Hin tvítuga Rajitha hafði ekki efni á að borga 4.500 krónurnar sem keisaraskurðurinn, sem hún undirgekkst, kostaði.

Rajitha eignaðist soninn í síðustu viku í bænum Kothagudem. Vinur hennar, sem keyrir leiguvagna, keypti af henni barnið og ætlaði að ala það upp með eiginkonu sinni en þeim hefur ekki orðið barna auðið.

Lögreglan yfirheyrði konuna á spítalanum þar sem hún sagði frá því að eiginmaðurinn hefði yfirgefið hana og gæti hún alls ekki séð bæði fyrir sér og barni. Lögreglan íhugar að lögsækja spítalann. Barnaverndaryfirvöld vilja að drengurinn komist aftur í hendur móður sinnar svo hún geti gefið honum brjóst. Mæðginin verði því næst flutt á heimili á vegum ríkisins þar sem Rajitha geti ákveðið hvort hún vilji gefa drenginn til ættleiðingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert