Viltu eignast herskip?

Huliðsskipið Sea Shadow.
Huliðsskipið Sea Shadow.

Áhuga­söm­um býðst nú til að eign­ast huliðsskipið Sea Shadow án end­ur­gjalds. Skipið verður ella sent í brota­járn.

Skipið er þannig úr garði gert að það sést ekki á rat­sjá.

Þá geta áhuga­sam­ir eign­ast herpramm­ann Hug­hes Mar­ine Bar­ge, sem hannaður var í tengsl­um við verk­efnið Proj­ect Jenni­fer til að lyfta sov­éska kaf­bátn­um K-129 af hafs­botni.

Kaf­bát­ur­inn sökk árið 1968 og fór­ust all­ir í 98 manna áhöfn með.

Sam­særis­kenn­ing­ar hafa verið uppi um til­raun áhafn­ar Hug­hes Mar­ine Bar­ge til að lyfta kaf­bátn­um og vilja sum­ir meina að tek­ist hafi að ná hon­um öll­um upp. Kaf­bátn­um hafi síðan verið komið fyr­ir í her­skip­inu USNS Glom­ar Explor­er.

Sá galli þykir vera á gjöf­um Njarðar að viðhaldskostnaður verður al­farið á ábyrgð eig­and­ans. Þykja fley­in, einkum Sea Shadow, til­val­in til að laða að ferðamenn. 

Áhugasamir geta einnig eignast þennan herpramma.
Áhuga­sam­ir geta einnig eign­ast þenn­an herpramma.
Skipið sést ekki á ratsjá.
Skipið sést ekki á rat­sjá.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert