Kreppan dýpkar í Japan

Útflutn­ing­ur Jap­ana dróst sam­an um rúm­lega 45% í janú­ar, borið sam­an við janú­ar 2008. Viðskipta­halli Jap­ana nam tæp­lega 10 millj­örðum doll­ara í janú­ar, sem er mesti viðskipta­halli frá því mæl­ing­ar hóf­ust árið 1979.

Sam­drátt­ur­inn í bíla­út­flutn­ingi frá Jap­an nam 69% í janú­ar og eft­ir­spurn eft­ir raf­einda­tækj­um snar­minnkaði. Þá hef­ur inn­an­landsneysla dreg­ist sam­an.

Útflutn­ing­ur Jap­ana til Banda­ríkj­anna dróst sam­an um nærri 53% í janú­ar, borið sam­an við janú­ar 2008. Sam­drátt­ur í í út­flutn­ingi til Evr­ópu­sam­bands­landa á sama tíma nam 47%.

Stjórn­völd í Jap­an segja að efna­hagskrepp­an sé sú al­var­leg­asta frá því í síðari heims­styrj­öld­inni. Jap­anska þingið hef­ur nú til um­fjöll­un­ar frum­vörp rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem fela í sér um­fangs­mikl­ar efna­hagsaðgerðir. Í þeim felst meðal ann­ars að af­henda hverj­um japönsk­um skatt­greiðanda jafn­v­irði 130 doll­ara en til­gang­ur­inn er að auka neyslu.

Rík­is­stjórn Taro Aso á hins veg­ar und­ir högg að sækja svo óvíst er hver af­drif efna­hagsaðgerðanna verða í jap­anska þing­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert