Misvísandi fréttir eru sagðar af manntjóni í flugslysi við Schiphol-flugvöll í Amsterdam í morgun. Turkish Airlines segir að allir hafi komist lífs af en erlendir fjölmiðlar segja að frá einum til fimm farþegar hafi látið lífið.
Alls voru 127 farþegar í vélinni, þar af eitt barn, og sjö í áhöfn um borð í vélinni. Ljóst er að 20 manns að minnsta kosti slösuðust.
Vélin hrapaði við hraðbraut sem er rétt hjá flugvellinum. Hún skemmdist mjög mikið. Hún var að koma frá Istanbúl og er af Boeing 737-800 gerð.
Sjónvarvottar segjast hafa séð a.m.k. 20 farþega ganga frá flakinu. Farangur sást á víð og dreif um svæðið.
Samgönguráðherra Tyrklands segir hins vegar að allir hafi komist lífs af.