Ungur sonur Camerons látinn

David Cameron.
David Cameron. Reuters

Sex ára gamall sonur Davids Camerons, leiðtoga breska Íhaldsflokksins, lést í morgun. Drengurinn, sem hét Ivan, þjáðist af heilalömun. Hann var einn þriggja barna Davids Camerons og Samonthu konu hans.

Almennt er búist við því að Cameron verði næsti forsætisráðherra Bretlands en Íhaldsflokkurinn er með mikið forskot á Verkamannaflokkinn, núverandi stjórnarflokk, í skoðanakönnunum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka