Knattspyrnustjörnur undir rannsókn

Úr leik með Atletico Madrid.
Úr leik með Atletico Madrid.

Tveir fulltrúar Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, og nokkrir fyrrverandi og núverandi leikmenn spænskra félagsliða í knattspyrnu eru undir rannsókn vegna gruns um aðild að kókaínmáli.

Lögregluaðgerðin, sem fram fór í Madrid og í hafnarborginni Valencia, leiddi til þess að gerð voru upptæk 600 kíló af kókaíni sem falin voru í gámaeiningum.

Þetta er fullyrt á vefsíðu íþróttablaðsins AS og vitnað til heimildarmanna sem hafa komið nærri rannsókninni. 

Fullyrðir blaðið að nokkrir leikmannanna komi frá úrvalsdeildarliðinu Atletico Madrid og nokkrir frá annarrar deildar liðinu Rayo Vallecano og þriðju deildar liðinu Poli Ejido.

Um Spán liggur helsta flutningaleiðin á kókaíni frá Suður-Ameríku, einkum frá Kólumbíu og lögðu spænskir tollverðir hald á 21,8 tonn af kókaíni í fyrra, samanborið við 25 tonn árið áður.

Gamalt merki FIFA.
Gamalt merki FIFA.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert