Herskáir talíbanar afhöfðuðu afganskan mann eftir að hafa ásakað hann um njósnir fyrir Bandaríkin. Líkið var skilið eftir við vegkant og á því var miði þar sem stóð: „Hver sá sem njósnar fyrir Bandaríkin mun hljóta sömu örlög. Þetta er gjöf til Obama“.
Hinum 35 ára gamla Shafiq Gul var rænt fyrir viku og fannst lík hans í dag í Razmak, við Waziristan hérað í norðvesturhluta Pakistan.
Íslamskir skæruliðar ræna reglulega og drepa Afgani vegna gruns um að þeir séu að njósna fyrir pakistönsku eða bandarísku ríkisstjórnina sem berjast gegn Talíbönum við landamæri Afganistan.