Áhrif efnahagskreppunnar gætir allsstaðar. Nú er talið að aðstoð við fátækustu íbúa jarðar muni dragast saman sem nemur einum milljarði dala. Á sama tíma eiga fátækir einstaklingar mun erfiðara að ná endum saman.
Forsvarsmenn rúmlega 50 samtaka í InterAction-bandalaginu í Bandaríkjunum, sem hafa umsjón með um 9 milljörðum dala á hverju ári, telja að aðstoð frá einstaklingum, fyrirtækjum og ýmsum sjóðum muni dragast saman um milljarð á þessu ári.
„Ef kreppan teygir sig yfir til ársins 2010, þá munum við sjá mikinn samdrátt í neyðaraðstoð á fátækustu svæðum jarðar,“ segir Sam Worthington, forseti InterAction, í samtali við Reuters-fréttastofuna. Þá telur hann að veikari hjálparsamtök geti mögulega farið á hliðina.