Bandaríkin fordæma hvalveiðar

Bandaríkin mótmæla væntanlegum hvalveiðum Íslendinga.
Bandaríkin mótmæla væntanlegum hvalveiðum Íslendinga. mbl.is/Ómar

Banda­ríska ut­an­rík­is­ráðuneytið sendi í dag frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem lýst er harðri and­stöðu við þá ákvörðun ís­lenskra stjórn­valda, að heim­ila veiðar á 150 langreyðum og 100 hrefn­um í sum­ar.

„Við höf­um mikl­ar áhyggj­ur af því, að stofn­ar langreyða og hrefnu séu ekki nógu stór­ir til að þola slík­ar veiðar," seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni. „Við hvetj­um ís­lensk stjórn­völd að aft­ur­kalla þessa ákvörðun og ein­beita sér að vernd­un hvala­stofna til lengri tíma, frek­ar en þjóna skamm­tíma­hags­mun­um hval­veiðiiðnaðar­ins."

Þá seg­ir ráðuneytið einnig, að ákvörðun Íslands kunni að grafa und­an viðræðum, sem standa yfir um framtíð Alþjóðahval­veiðiráðsins. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert