Bandaríkin fordæma hvalveiðar

Bandaríkin mótmæla væntanlegum hvalveiðum Íslendinga.
Bandaríkin mótmæla væntanlegum hvalveiðum Íslendinga. mbl.is/Ómar

Bandaríska utanríkisráðuneytið sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er harðri andstöðu við þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda, að heimila veiðar á 150 langreyðum og 100 hrefnum í sumar.

„Við höfum miklar áhyggjur af því, að stofnar langreyða og hrefnu séu ekki nógu stórir til að þola slíkar veiðar," segir í yfirlýsingunni. „Við hvetjum íslensk stjórnvöld að afturkalla þessa ákvörðun og einbeita sér að verndun hvalastofna til lengri tíma, frekar en þjóna skammtímahagsmunum hvalveiðiiðnaðarins."

Þá segir ráðuneytið einnig, að ákvörðun Íslands kunni að grafa undan viðræðum, sem standa yfir um framtíð Alþjóðahvalveiðiráðsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert