Eitt umtalaðasta dómsmál Egyptalands

Fimm egypsk­ir blaðamenn hafa verið sektaðir fyr­ir að fjalla um eitt um­talaðasta dóms­mál síðari ára í Egyptalandi, þvert á ósk­ir dóm­ar­ans. Einn auðug­asti og valda­mesti maður­inn í Kaíró er ásakaður um að hafa látið myrða kær­ustu sína, fyrr­ver­andi popp­stjörnu.

Millj­arðamær­ing­ur­inn His­ham Tela­at Moustafa neit­ar að hafa látið myrða kær­ustu sína, líb­önsku söng­kon­una Suz­anne Tamim. Hún fannst lát­in í íbúð sinni í Dubaí síðasta sum­ar en hún hafði verið skor­in á háls og stung­in margsinn­is.

Maður­inn sem er ásakaður um sjálf­an verknaðinn er líf­vörður Moustafa sem vann áður sem lög­reglumaður. Sak­sókn­ari held­ur því fram að Moustafa hafi borgað hon­um 230 millj­ón­ir til að myrða Tamim, þar sem hún neitaði að gift­ast hon­um.

Moustafa er ekki bara auðugur viðskipta­jöf­ur held­ur er hann meðlim­ur í demó­krata­flokkn­um sem er við stjórn­völ­inn í land­inu. Þá eru hann og for­seti lands­ins, Hosni Mubarak, vin­ir. Tengsl valda­mik­illa viðskipta­jöfra við stjórn­mála­menn hafa gegn­um tíðina valdið mik­illi reiði meðal egypsks al­menn­ings. Það kom því tölu­vert á óvart þegar póli­tískri friðhelgi hans var aflétt og hann var færður fyr­ir dóm­ara.

Vegna þess hve málið þykir viðkvæmt ákváðu stjórn­völd að banna fjöl­miðlum að fjalla um það - nokkuð sem þau hafa gert oft áður til að forðast um­fjöll­un um óþægi­leg mál. Hins­veg­ar virðist ekk­ert stöðva egypska fjöl­miðla þessa dag­ana sem fjalla gríðarlega mikið um málið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert