Lést eftir koss frá móður sinni

Talið er að nýfætt stúlkubarn í Bretlandi hafi látist eftir að móðir hennar kyssti hana. Stúlkan var aðeins 11 daga gömul þegar líffæri hennar hættu að starfa síðla árs 2006. Talið að hún hafi smitast af herpesvírus frá móður sinni gegnum kossa eða brjóstagjöf.

Málið var rannsakað opinberlega og sagði réttarlæknirinn að engum væri um að kenna að ekki tókst að greina vírusinn tímanlega og bjarga barninu. Hann sagði að líklega hefði móðirin, Ruth Schofield, sjálf fengið vírusinn á síðari hluta meðgöngunnar.

Síðan stúlkan lést hefur Schofield reynt að vekja athygli á að herpessmit dregur um 6 ungabörn til dauða á hverju ári í Bretlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert