Maður skotinn til bana í Kaupmannahöfn

Karlmaður var skotinn til bana í hverfi á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í kvöld þar sem margir innflytjendur búa. Lögregla leitar að bíl, sem sást við húsið þar sem skotárásin var gerð en talið er að 10-12 skotum hafi verið hleypt af.

Lögregla hefur að undanförnu verið með talsverðan viðbúnað á þessu svæði vegna átaka, sem brotist hafa út milli mótorhjólagengja og glæpagengja innflytjenda. Einn þessara glæpaflokka hefur aðallega haldið sig í og við Mjølnerparken þar sem skotárásin var gerð í kvöld. 

Frá því í ágúst á síðasta ári hafa 27 sinnum brotist út skotbardagar í Kaupmannahöfn, sem taldir eru tengjast átökum glæpaflokka. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka