Blair í óvæntri heimsókn til Gasa

Tony Blair, sem er sérstakur sendifulltrúi kvartettsins svonefnda í Miðausturlöndum, kom í óvænta heimsókn til Gasasvæðisins í morgun. Hann mun m.a. heimsækja skóla, sem Sameinuðu þjóðirnar reka fyrir palenstínska flóttamenn.

Alþjóðleg ráðstefna um uppbyggingu á Gasasvæðinu hefst í Egyptalandi á morgun. Ástandið á Gasa er sagt skelfilegt eftir hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna þar í byrjun ársins. 

Kvartettinn svonefndi, Evrópusambandið, Rússland, Sameinuðu þjóðirnar og Bandaríkin, hefur beitt sér fyrir friðarsamkomulagi í Miðausturlöndum með litlum árangri til þessa. Gert er ráð fyrir að fulltrúar kvartettsins eigi sérstakan fund í tengslum við ráðstefnuna í Egyptalandi.  

Tony Blair.
Tony Blair. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert