Nokkur lykilríki í Evrópusambandinu segja, að ekki eigi að draga úr núverandi kröfum fyrir aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu og þar með upptöku evrumyntar svo illa sett aðildarríki ESB, svo sem Pólland og Ungverjaland og Eystrasaltsríkin þrjú geti tekið upp evruna.
Jan-Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands, sagði ef ríki vilji taka upp evru verði það að uppfylla lágmarks skilyrði um efnahagsþróun. Þannig hafi það alltaf verið og verði að vera áfram.
Önnur lykilríki, svo sem Þýskaland og Frakkland, virðast vera sömu skoðunar. Mirek Topolanek, forsætisráðherra Tékklands, sem er núverandi forseti Evrópusambandsins, sagði að almenn skoðun væri, að það væru mistök að gera breytingar á aðildarkröfum að evrusvæðinu, jafnvel þótt fjármálakreppa ríki.