Engar sértækar aðgerðir

Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Reuters

Ekki verður gripið til sér­tækra aðgerða til að koma þjóðum í Aust­ur-Evr­ópu til bjarg­ar vegna erfiðrar stöðu þeirra. Það er held­ur ekki vilji æðstu ráðamanna í þjóðum Aust­ur-Evr­ópu held­ur vilja þeir frem­ur að heild­stæð áætl­un nái til þeirra eins og annarra ríkja í Evr­ópu.

Jose Manu­el Barroso, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, seg­ir sér­tæk­ar aðgerðir ekki geta gengið fyr­ir alla held­ur þurfi stuðningsaðgerðir að miðast við það að þjóðirn­ar væru að glíma við mis­jafna erfiðleika.

For­sæt­is­ráðherra Tékk­lands, Mirek Topola­nek, seg­ir að Evr­ópu­sam­bandið vilji ekki skilja neina þjóð Evr­ópu utan, þegar horft er til aðgerða vegna efna­hagserfiðleika.

Fund­ur helstu ráðamanna Evr­ópu í Brus­sel um helg­ina hef­ur að miklu leyti snú­ist um hvernig eigi að bregðast við efna­hagserfiðleik­um í Aust­ur-Evr­ópu. Fjár­mála­stofn­an­ir í þeim hluta álf­unn­ar standa illa en hrun á hrávörumörkuðum, og þá helst í þungaiðnaði, hef­ur komið mjög illa við efna­hag þjóðanna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert