Engar sértækar aðgerðir

Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Reuters

Ekki verður gripið til sértækra aðgerða til að koma þjóðum í Austur-Evrópu til bjargar vegna erfiðrar stöðu þeirra. Það er heldur ekki vilji æðstu ráðamanna í þjóðum Austur-Evrópu heldur vilja þeir fremur að heildstæð áætlun nái til þeirra eins og annarra ríkja í Evrópu.

Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir sértækar aðgerðir ekki geta gengið fyrir alla heldur þurfi stuðningsaðgerðir að miðast við það að þjóðirnar væru að glíma við misjafna erfiðleika.

Forsætisráðherra Tékklands, Mirek Topolanek, segir að Evrópusambandið vilji ekki skilja neina þjóð Evrópu utan, þegar horft er til aðgerða vegna efnahagserfiðleika.

Fundur helstu ráðamanna Evrópu í Brussel um helgina hefur að miklu leyti snúist um hvernig eigi að bregðast við efnahagserfiðleikum í Austur-Evrópu. Fjármálastofnanir í þeim hluta álfunnar standa illa en hrun á hrávörumörkuðum, og þá helst í þungaiðnaði, hefur komið mjög illa við efnahag þjóðanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka