Obama hittir Evrópuleiðtoga

Barack Obama ætlar sér að hitta leiðtoga Evrópusambandsríkja vegna erfiðleika …
Barack Obama ætlar sér að hitta leiðtoga Evrópusambandsríkja vegna erfiðleika í efnahagsmálum heimsins. JIM YOUNG

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, mun hitta leiðtoga Evrópusambandsríkja 5. apríl á ráðstefnu í Prag í Tékklandi og ræða við þá á um efnahagsmál.

Forsætisráðherra Tékklands, Mirek Topolanek, greindi frá þessu í Brussell í dag, þar sem helstu leiðtogar ríkja Evrópu hafa rætt um aðgerðir vegna efnahagsmála. AFP-fréttastofan greindi frá.

Miklar þrengingar í efnahagslífi í Bandaríkjunum og Evrópu, og raunar vítt og breitt um heiminn, hafa kallað á umfangsmestu efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar víðs vegar í heiminum. Meðal annars hyggst ríkisstjórn Obama verja um 800 milljörðum dollara í uppbyggingu fjármálafyrirtækja. Þá hefur einnig verið gripið sértækra aðgerða vegna vandamála fyrirtækja í bílaiðnaði.

Rætt hefur verið um það í dag, að Evrópusambandsþjóðir muni koma Austur-Evrópu þjóðum, sem margar hverjar standa höllum fæti vegna efnahagskreppunnar, til bjargar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert