Pizza Hut hættir rekstri í Danmörku

Fyrirtækið, sem rekið hefur þrjá Pizza Hut staði í Danmörku, ætlar að hætta því og verða staðirnir þrír því lagðir niður. Segir forsvarsmaður félagsins, að danskur veitingahúsarekstur gangi illa, einkum þó pítsustaðir.

Fyrirtækið Sunset Boulevard hefur rekið Pizza Hut í Danmörku samkvæmt einkaleyfi frá Yum, móðurfélaginu. Nú er 10 ára samningur fyrirtækjanna að renna út og Jeppe Droob, forstjóri Sunset Boulevard, segir við Jótlandspóstinn, að sá samningur verði ekki endurnýjaður.

Sunset Boulevard rekur einnig veitingastaði undir eigin vörumerki og ætlar nú að einbeita sér að þeim rekstri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert