Reynt að bjarga strönduðum hvölum

Sjálfboðaliðar hafa í dag reynt að koma tugum smáhvala, sem syntu á land á Tasmaníu í Ástralíu, til bjargar. Talið er að 194 marsvín og nokkrir höfrungar hafi strandað á Naracoopaströnd á eyjunni. 54 marsvín voru enn lifandi þegar björgunarðagerðir hófust og búið að var koma 48 út í sjó síðdegis.

Marsvín eða grindhvalir eins og þeir eru kallaðir í Færeyjum, synda oft á land á Tasmaníu á leið sinni til og frá Suðurhafa. Vísindamenn vita ekki um ástæðuna. Ekki er hins vegar algengt að grindhvalir og höfrungar syndi saman á land. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert