Þak matvöruverslunar í Larvik hrundi undan snjóþunga í morgun. Kona var flutt slösuð á sjúkrahús en ekki er vitað hvort fleiri urðu undir.
Tilkynnt var um slysið laust eftir klukkan 11 að staðartíma eða rúmlega 10 í morgun. Stór hluti þaks verslunar í Rimi verslanakeðjunni hafði látið undan snjóþunga.
Að sögn norskra fjölmiðla var fólk inn í versluninni þegar þakið hrundi. Kona sem varð undir snjónum og braki var flutt á sjúkrahús en ekki er vitað um meiðsli hennar. Blaðamaður Aftenposten í Larvik segir að konan fullyrði að önnur kona hafi orðið undir brakinu.
Lögregla og björgunarsveitir með hunda, leita nú í brakinu.