Ætla að tvöfalda refsingar

Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn. Skotbardagar hafa verið daglegt brauð í Kaupmannahöfn …
Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn. Skotbardagar hafa verið daglegt brauð í Kaupmannahöfn undanfarnar vikur. mbl.is/Brynjar Gauti

Danska rík­is­stjórn­in hyggst tvö­falda refs­ing­ar fyr­ir þá sem ger­ast sek­ir um morð, of­beld­is­verk eða vopna­b­urð í átök­um á milli glæpa­gengja. Dóms­mál­ráðherr­ann Bri­an Mikk­el­sen greindi frá þessu á blaðamanna­fundi í dag. Gengja­bar­dag­ar hafa verið dag­legt brauð í Kaup­manna­höfn und­an­farn­ar vik­ur.

Einnig er stefnt á að tvö­falda refs­ing­ar þeirra sem ógna vitn­um á vett­vangi gengja­bar­daga.

Það sem gerði út­slagið er varðar ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar, voru þrír harðir skot­b­ar­dag­ar á þrem­ur dög­um. Þrír lét­ust í þeim og fjór­ir særðust, þar af tveir al­var­lega. Mikk­el­sen sagði rík­is­stjórn­ina ekki geta þolað fleiri bar­daga í kring­um óbreytta borg­ara. „Þetta ástand get­um við ekki þolað leng­ur. Fólk verður að geta labbað óhrætt á göt­um úti,“ sagði Mikk­el­sen.

Á síðustu sjö mánuðum hafa glæpa­gengi, sem berj­ast um yf­ir­ráð yfir fíkni­efna­sölu í borg­inni, 60 sinn­um komið til skot­b­ar­daga. Marg­ir þeirra bar­daga eru sagðir tengj­ast því þegar 19 ára dreng­ur var skot­inn til bana, 19. ág­úst í fyrra. Síðan þá hafa gengi bar­ist harka­lega hvað eft­ir annað, meðal ann­ars inn á veit­inga­hús­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka