Stjórnvöld í Kína munu framvegis ekki bjóða erlendum þjóðhöfðingjum upp á íburðarmiklar matarveislur. Þess í stað verður boðið upp á eina súpu, þrjá rétti og ekkert áfengi. Er þetta liður í sparnaðaraðgerðum ríkisins sem hvetur til sparneytni í fjármálakreppunni.
„Þegar forseti okkar ... og forsætisráðherra eru með erlenda þjóðhöfðingja í heimsókn mun stórveislan einungis samanstanda af einni súputegund og þremur réttum,“ hefur AFP-fréttastofan eftir Li Zhaoxing, talsmanni kínverska þingsins. „Ekkert kínverskt áfengi verður í boði.“
Venjan hefur verið að bjóða hátt settum erlendum gestum upp á verulega íburðarmiklar veislur Alþýðuhöllinni í Peking, þar sem að kínverskt áfengi hefur verið veitt ótæpilega.