Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússa, varaði í dag við frekari gasdeilum borgi Úkraína rússneska gasframleiðandanum Gazprom ekki gasreikning sinn fyrir næsta laugardag.
Tilkynning Pútíns kom degi eftir að leyniþjónusta Úkraínu braust þungvopnuð inn í höfuðstöðvar ríkisrekna gasfyrirtækisins Naftogaz. En deilur eru nú upp innan úkraínsku stjórnarinnar.
„Leiði þessi valdbeiting til þess að reikningurinn verði ekki borgaður þá munum við stöðva gasflutning til neytenda í Úkraínu og mögulega líka til neytenda í Evrópu,“ sagði Pútín.
Naftogaz hefur hins vegar heitið yfirvöldum í Kíev að greiða Rússum reikninginn í dag.