Réttað yfir bolasölum í Kaupmannahöfn

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn. mbl.is/Ómar

Réttarhöld hófust yfir sex Dönum, sem dæmdir voru í áfrýjunarrétti  fyrir að framleiða og selja stuttermaboli til styrktar öfgahópum í Palestínu og Kólumbíu, í hæstarétti Danmerkur í dag. Samkvæmt vef Politiken hafa fjölmargir sýnt málinu áhuga en mennirnir voru allir sýknaðir í héraðsdómi.

Í september í fyrra voru tveir mannanna dæmdir fyrir áfrýjunardómstól Kaupmannahafnar í sex mánaða fangelsi og hinir fjórir fengu skilorðsbundinn dóm fyrir söluna á bolunum en á þeim var að finna merki  Frelsishreyfingar Palestínu (PFLP) og kólumbísku skæruliðasamtakanna FARC.  Samtökin eru bæði á hryðjuverkalista Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Í undirrétti var hins vegar sjöundi maðurinn, pylsusali sem hafði sett merki með bolunum á pylsuvagn sinn, sýknaður af ákæru.

Árið 2007 voru hins vegar allir mennirnir sýknaðir í héraðsdómi en niðurstaða dómarans þá var sú að samtökin væru ekki hryðjuverkasamtök.

Flestir þeirra sem eru ákærðir í málinu tengjast fyrirtæki sem heitir Fighters and Lovers. Fyrirtækið seldi bolina á netinu þar til lögregla lokaði fyrirtækinu. Áfrýjunardómstólinn gerði söluhagnað af bolunum upptækan, alls 24 þúsund danskar krónur. Bolirnir voru seldir á 170 danskar krónur hver og runnu 37 krónur af söluandvirðinu til samtakanna. Síðar var vefur Fighters and Lovers opnaður á ný og sala á bolum fyrirtækisins heimiluð á nýjan leik.

Frétt Politiken


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert