Kreppan eftir að koma niður á konum

Atvinnuleysi hefur aukist hratt að undanförnu. Hér sjást atvinnulausir íbúar …
Atvinnuleysi hefur aukist hratt að undanförnu. Hér sjást atvinnulausir íbúar í Sevilla standa í röð fyrir utan vinnumálastofnun þar í borg. Reuters

At­vinnu­laus­um kon­um gæti fjölgað um allt að 22 millj­ón­ir á þessu ári að sögn Alþjóðavinnu­mála­stofn­un­ar­inn­ar (ILO). Í nýrri skýrslu var­ar stofn­un­in við því að þótt krepp­an hafi kannski ekki enn komið jafn­hart niður á kon­um á vinnu­markaði þá muni þær ekki sleppa við niður­sveifl­una.

Krepp­an kom fyrst niður á störf­um í fjár­mála­geir­an­um, þar sem karl­ar eru í mikl­um meiri­hluta. At­vinnu­leysi eykst hins­veg­ar jafnt og þétt í öðrum stétt­um líka, að sögn ILO. „Ástandið hef­ur þró­ast þannig að aðrir hlut­ar hag­kerf­is­ins eru byrjaðir að verða illa úti, s.s. þjón­ustu­grein­ar og heild­sölu­versl­un, þar sem kon­ur eru meiri­hluti starfs­manna í mörg­um lönd­um,“ seg­ir Jeff John­son, höf­und­ur skýrsl­unn­ar.

Eft­ir því sem kaup­mátt­ur dregst sam­an minnk­ar þörf­in fyr­ir mörg týpískt kvenna­störf, eins og gengil­bein­ur og af­greiðslu í versl­un­um. Alþjóðavinnu­mála­stofn­un­in hef­ur sér­stak­ar áhyggj­ur af kon­um í þró­un­ar­lönd­um sem vinna í land­búnaði eða við heimaþjón­ustu. Þær hafa ekk­ert ör­ygg­is­net og eru sér­stak­lega ber­skjaldaðar gagn­vart hruni í efna­hags­líf­inu.

Stofn­un­in spá­ir því að á heimsvísu muni at­vinnu­laus­um fjölga um allt að 51 eina millj­ón. Hún hvet­ur rík­is­stjórn­inr til að gæta þess að ný störf sem sköpuð verði með sér­stök­um efna­hagsaðgerðum tryggi sann­gjörn laun og fé­lags­legt ör­ygg­is­net.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert