Níu ára ólétt af tvíburum eftir nauðgun

Forseti Brazilíu, Luiz Inacio Lula da Silva
Forseti Brazilíu, Luiz Inacio Lula da Silva ERIC GAILLARD

Forseti Brazilíu, Luiz Inacio da Silva, gagnrýnir harðlega erkibiskup í rómönsk-kaþólsku kirkjunni fyrir að lýsa því yfir að þeir sem hjálpuðu 9 ára gamalli stúlku að fá fóstureyðingu eftir að henni var nauðgað, skuli vera úskúfaðir.

Silva segir að sem kaþólikki harmi hann djúpt framferði erkibiskupsins. Forsetinn lýsti því yfir í dag að læknarnir sem framkvæmdu fóstureyðinguna hefðu bjargað lífi stúlkubarnsins, þar sem leg hennar hafi verið of smátt til að geta alið barn. Sjálf er hún aðeins um 36 kíló en bar tvíbura undir belti eftir að stjúpfaðir hennar nauðgaði henni, en sagt er að hann hafi misnotað stúlkuna síðan hún var sex ára gömul. Stjúpfaðirinn var handtekinn í síðustu viku þar sem hann reyndi að flýja yfir í annað hérað landsins. Hann er einnig grunaður um að hafa misnotað fatlaða systur stúlkunnar, sem er 14 ára gömul.  

Kaþólska kirkjan reyndi að koma í veg fyrir fóstureyðinguna, en hún var framkvæmd á miðvikudag. Erkibiskupinn Jose Cardoso Sobrinho sagði við sjónvarpsfréttamenn að lög guðs væru æðri öllum lögum mannsins og lýsti því yfir að móðir stúlkurnar og læknarnir væru með réttu útlæg. Fóstureyðing er allajafna ólögleg í Brazilíu, að nauðgunartilfellum undanskildum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert