Femínískur háskóli opnar í Túnis

Mannréttindahópur í Túnis tilkynnti í dag að opnaður yrði femínískur háskóli þar sem málefnum kvenna í landinu verður tryggður farvegur. Samkvæmt rannsóknum hefur að minnsta kosti ein af hverjum fimm konum í Túnis verið beitt ofbeldi.

Tímasetning tilkynningarinnar er engin tilviljun, því á morgun, 8. mars,  er Alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Háskólinn verður opin nemendum af báðum kynjum en þar verður lögð áhersla á nám á sviðið mannréttinda, jafnréttis og útrýmingu mismununar gagnvart konum. Þar verður „vettvangur til þess að verða hluti af málefnum kvenna,“ segir Sana Ben Achour, forseti Samtaka lýðræðissinnaðra kvenna í Túnis (ATFD).

Háskólinn er nefndur í höfuðið á einum þekktasta femínista Túnis, Ilhem Marzouki. ATFD samtökin voru stofnuð fyrir 25 árum þegar opnað var fyrsta stuðningsheimili kvenna sem beittar hafa verið heimilisofbeldi í landinu. Samkvæmt opinberum tölum býr rúm milljón kvenna í Túnis við heimilisofbeldi en margir telja að það sé vanmat.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert