Rússneskir fjölmiðlar gera nú óspart grín af Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vegna stafsetningarvillu á táknrænni gjöf sem hún gaf rússneska utanríkisráðherranum Sergej Lavrov á fundi þeirra í Genf í gærkvöldi.
Clinton ætlaði að afhenda Lavrov hnapp með áletruninni „endurstilla“ til að leggja áherslu á að stjórn Baracks Obama Bandaríkjaforseta vildi „nýtt upphaf“ í samskiptunum við Rússland.
Á hnappinum átti að standa „perezagruzka“, eða „endurstilla“, en þess í stað var þar orðið „peregruzka“, sem þýðir „ofhlaða“.
Rússneskum fjölmiðlum þótti það ekki góðs viti að bandaríski utanríkisráðherrann vildi „ofhlaða“ samskiptin við Rússa.
Rússneska dagblaðið Kommersant birti mynd af rauðum hnappi á forsíðunni með fyrirsögninni: „Sergej Lavrov og Hillary Clinton ýttu á vitalausan hnapp.“