Vatikanið tekur undir fordæmingu

Kardínálinn Re segir að vernda hafi átt líf ófæddra tvíbura …
Kardínálinn Re segir að vernda hafi átt líf ófæddra tvíbura hinnar níu ára gömlu stúlku

Kardináli í Vatíkaninu hefur stigið fram til varnar brazilískum biskupi sem lýsti því yfir að móðir 9 ára stúlku sem var þunguð að tvíburum eftir nauðgun og læknarnir sem framkvæmdu fóstureyðingu á stúlkunni séu með réttu útlæg. Kardínálinn, Giovanni Battista Re segir í viðtali við ítalska blaðið La Stampa að tvíburarnir hafi „átt rétt á því að fá að lifa“ og gagnrýnin á kaþólsku kirkjuna í Brazilíu sé ósanngjörn.

Hann sagði jafnframt að brazilíski biskupinn hafi rétt fyrir sér með að fordæma móðurina og læknana. „Þetta er dapurlegt mál en hið raunverulega vandamál er að tvíburarnir voru tvær saklausar manneskjur sem áttu rétt á því að fá að lifa og mátti ekki útrýma. Það verður alltaf að vernda viðkvæmt líf, svo árásirnar á brazilísku kirkjuna eru óréttlátar.“

Fóstureyðingar eru ólöglegar í Brazilíu nema í tilfelli nauðgunar eða ef óléttan er talin ógna lífi móðurinnar. Bæði þessi rök áttu við um litlu stúlkuna, sem var nauðgað af stjúpföður sínum, en læknar töldu að leg hennar væri of smátt til að ala barn, hvað þá tvö, og ólíklegt væri að hún lifði það af.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert