Vatnsskortur í heiminum 2025

Ung stúlka í Kongó ber vatn úr vatnsbóli í þorpið …
Ung stúlka í Kongó ber vatn úr vatnsbóli í þorpið sitt FINBARR O'REILLY

Alþjóðanáttúruverndarsamtökin The International Union for Conservation of Nature halda því fram að tveir þriðjuhlutar heimsbyggðarinnar muni búa við vatsnsskort árið 2025. Til að viðhalda vatsnbyrgðum heimsins verði stefnumótendur hjá World Water Forum, alþjóðlegri ráðstefnu um vatn, .því að átta sig á mikilvægi þess að fjárfest sé í skynsamlegri vatnsstjórnun.

„Við munum fyrst og fremst finna fyrir loftslagsbreytingum í vatninu, hvort sem birtingarmyndin verður þurrkar, flóð, ofsaveður, bráðnun jökla eða hækkun yfirborðs sjávar,“ segir í tilkynningu frá samtökunum í dag. Þar segir jafnframt að heimurinn þurfi kerfi til að stýra vatnsbyrgðum heimsins sem byggt sé á jöfnu vægi stefnumótunar, skynsamlegra vatnalaga og þáttöku stofnanna.“

Um 25 þúsund náttúruverndarsinnar og stefnumótendur munu koma saman í Istanbúl í Tyrklandi síðar í mánuðinum til að ræða framtíðarvandamál í vatnsbyrgðum heimsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert