28 féllu í sjálfsvígsárás í Bagdad

Að minnsta kosti 28 manns létust og 58 særðust í sjálfsvígssprengjuárás í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Maður á reiðhjóli sprengdi sig í loft upp fyrir utan lögregluskóla í borginni, en árásin er sú mannskæðasta í margar vikur.

Reiðhjólamaðurinn var með sprengiefni á sér í vesti, en meirihluti þeirra sem létust voru lögreglumenn eða nýliðar í lögregluskólanum. Farið var með fórnarlömbin á þrjú mismunandi sjúkrahús í borginni.

Lögregluskólar eru sérstakt skotmark uppreisnarmanna í Írak. Sami  skóli varð fyrir sprengjuárásum fyrsta desember síðastliðinn, þegar fimmtán manns féllu og fleiri en 45 særðust. Skólinn er á öryggissvæði sem inniheldur meðal annars innanríkismála-, olíumála- og áveitumálaráðuneyti Íraks. Bætt hefur verið í öryggisgæsluna við skólann og er aðgangur nú aðeins veittur fótgangandi fólki við afmarkaðar varðstöðvar. Karlmenn þurfa að hneppa frá skyrtum sínum til að sýna að þeir séu óvopnaðir, þegar þeir nálgast varðstöðvarnar.

Frá sprengjuárásinni 1. desember á síðasta ári, við sama lögregluskóla …
Frá sprengjuárásinni 1. desember á síðasta ári, við sama lögregluskóla og nú varð fyrir árás. THAIER AL-SUDANI
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert