Páfinn ætlar til Palestínu

Benedikt XVI. páfi.
Benedikt XVI. páfi. TONY GENTILE

Benedikt 16. páfi tilkynnti í dag að hann ætli í heimsóknarferð til „landsins helga“ Ísraels og til Palestínu í maí næstkomandi. Þar hyggst páfinn biðja fyrir einingu og friði í Mið-Austurlöndum. Hann ávarpaði fólk á Péturstorginu í Róm og sagði þar að heimsóknin yrði 8.-15. maí.

Benedikt tilkynnti í febrúar að hann vildi fara til Ísrael, en dagsetningum hefur fram til þess verið haldið leyndum á meðan ófriður hefur verið um þá ákvörðun að aflétta bannfæringu á breskum biskupi sem neitaði því að gyðingar hefðu verið drepnir í gasklefum nasista í seinni heimsstyrjöldinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert