Prestur skotinn til bana

Bandarískur prestur var skotinn til bana þar sem hann stóð í predikunarstóli í baptistakirkju í Maryville í Illinois í dag. Nokkrir aðrir særðust í skotárásinni.

Presturinn, sem hét Fred Winters, var í stólnum þegar maður gekk eftir kirkjuganginum og skaut á prestinn með skammbyssu. Fyrsta skotið lenti í biblíu, sem presturinn hélt á. Að sögn AP fréttastofunnar þeyttust pappírstætlur um allt og agndofa kirkjugestir horfðu á. Næsta skot hitti prestinn í brjóstið.

Byssa árásarmannsins stóð síðan á sér og hann tók þá upp hníf og veitti sér áverka. Tveir kirkjugestir yfirbuguðu manninn. Þeir hlutu áverka en ekki alvarlega.

Um 150 manns voru í kirkjunni þegar þetta gerðist. Ekki er vitað til að árásarmaðurinn og presturinn hafi þekkst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert