Real IRA lýsir yfir ábyrgð

Samtökin Real IRA, hliðarsamtök út úr Írska lýðveldishernum, hafa lýst yfir ábyrgð á vopnaðri árás á breska herstöð á Norður-Írlandi í gærkvöldi. Tveir breskir hermenn á þrítugsaldri létust í árásinni og fjórir særðust, þar af þrír alvarlega. Real IRA bar ábyrgð á fjöldamorðunum í Omagh árið 1998 sem kostuðu 29 lífið.

Suzanne Breen, fréttamaður írska dagblaðsins Irish Sunday Tribune, staðfesti í dag að hafa tekið á móti símtali frá manni vegna tilræðisins. Breen sagði í samtali við BBC í dag að maðurinn hafi fyrir hönd Real IRA lýst yfir ábyrgð á árásinni og að ekki yrði beðið afsökunar á því að hafa ráðist gegn breskum hermönnum. Meðal þeirra sem særðust í árásinni voru tveir pizzasendlar sem voru að koma með pizzur fyrir hermenn í herstöðina í  Massereene.

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, gagnrýndi árásina harðlega í dag og hét því að stjórnvöld myndu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að ná morðingjunum og draga þá fyrir dómstóla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert