Herinn í N-Kóreu settur í viðbragðsstöðu

Frá höfuðborg Norður-Kóreu.
Frá höfuðborg Norður-Kóreu. AP

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa sett herinn í viðbragðsstöðu vegna sameiginlegrar og viðamikillar heræfingar Suður-Kóreumanna og Bandaríkjanna, sem mun hefjast brátt.

Ríkisfréttastofa landsins segir að heræfingin sé hættuleg ögrun.

Norður-Kóreumenn segja að það muni þýða stríð ef reynt verður að skjóta niður gervitungl sem þeir hyggjast skjóta brátt út í geim.

Suður-Kóreumenn og Bandaríkin telja að yfirvöld í N-Kóreu ætli að gera tilraunir með langdræg flugskeyti og það sé aðeins yfirvarp að þeir séu að undirbúa geimskot.

Á föstudag sögðu norður-kóresk stjórnvöld að þau gætu ekki tryggt öryggi farþegaflugs við austurströnd landsins aukist hættan átökum. Nú þegar hafa nokkur flugfélög breytt flugleiðum sínum í varúðarskyni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert